AP: Kosningar sem snúast um „stöðugleika og traust“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 14:16 "En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Vísir/AP „Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum. Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira