Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Vísir/ernir „Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18