Ánægð að það skuli vera þessi gróska í hönnun í Hafnarfirði Magnús Guðmundsson skrifar 28. október 2017 11:30 Minkurinn í Sverrissalnum í Hafnarborg. Mynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“ Menning Tíska og hönnun Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira