Erlendir fjölmiðlar: Íslendingar ganga til kosninga eftir röð skandala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2017 16:00 Það var kátt á hjalla í gær hjá fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Vísir/Ernir „Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn. Kosningar 2017 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
„Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels