Vann golfmót en fékk ekki bikarinn af því að hún er stelpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:15 Golfstelpan Jensi Krampel tengist ekki fréttinni en er gott dæmi um stelpu sem ætlar sér að ná langt í golfinu. Vísir/Getty Menntaskólastelpan Emily Nash er öflugur kylfingur og svo góð að hún betri en strákarnir í sínum skóla. Kynjareglur koma hinsvegar í veg fyrir að hún fá að keppa fyrir hönd skólans síns á fylkismótinu. Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum. Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum. Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur. Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p — Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017 Emily Nash naut enga forréttinda í mótinu og sló upphafshögg sín frá sömu teigum og strákarnir. Hún kláraði hringinn á 75 höggum og var fjórum höggum á undan efsta stráknum. „Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið. Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Menntaskólastelpan Emily Nash er öflugur kylfingur og svo góð að hún betri en strákarnir í sínum skóla. Kynjareglur koma hinsvegar í veg fyrir að hún fá að keppa fyrir hönd skólans síns á fylkismótinu. Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum. Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum. Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur. Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p — Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017 Emily Nash naut enga forréttinda í mótinu og sló upphafshögg sín frá sömu teigum og strákarnir. Hún kláraði hringinn á 75 höggum og var fjórum höggum á undan efsta stráknum. „Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið. Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira