Uppsagnir og minni sala fylgja Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 27. október 2017 06:00 Koma Costco hefur gjörbreytt stöðu margra íslenskra framleiðslufyrirtækja og heildsala. Vísir/eyþór „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
„Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar rekstur og það virðist vera samdráttur alls staðar og áhrifin meiri en maður áætlaði,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, markaðsstjóri Freyju, um áhrif komu Costco hingað til lands en sælgætisgerðin hefur að hans sögn þurft að segja upp sex manns eða um tíu prósent af starfsliði sínu síðan verslunin var opnuð fyrir rúmum fimm mánuðum. „Samdrátturinn lýsir sér í minni sölu en enginn af okkar núverandi viðskiptavinum er að sýna meiri samdrátt en aðrir heldur er þetta heilt yfir. Hins vegar sjáum við sem betur fer að salan er að batna. Þó við værum með gott vöruúrval í Costco þá myndi það ekki endilega bæta upp fyrir það sem við höfum tapað heldur hefur orðið aukning í sölu á innfluttu sælgæti,“ segir Pétur Thor.Steinþór Skúlason, forstjóri SSVerslunarfyrirtækið Hagar, sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, greindi á þriðjudag frá því að vörusala þess frá júníbyrjun til ágústloka hefði dregist saman um 2,6 milljarða eða 12,6 prósent milli ára. Þá hefði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) lækkað úr 1,8 milljörðum í 1,1. Breytingar á smásölumarkaði hefðu gjörbreytt samkeppnisumhverfi en verslun Costco í Kauptúni var opnuð í síðustu viku maímánaðar. „Þetta hefur auðvitað áhrif á okkar rekstur þegar stærsti viðskiptavinurinn verður fyrir þeim áhrifum sem lýst er. En eins og kom fram í máli Finns [Árnasonar, forstjóra Haga] eru áhrifin meiri en menn bjuggust við og varanleg en þau eru ekki endilega alveg komin fram,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri heildsölunnar Ísam.Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Ísam„Ég get ekki sagt þér hvað salan hefur minnkað í prósentum en við erum með gríðarlega breitt vöruúrval og samdráttur í sölu er mismunandi eftir því. En það er klárt mál að þetta hefur haft gríðarleg áhrif og sérstaklega í sumar og það kemur illa við okkur því sumarið er okkur mjög mikilvægt,“ segir Bergþóra en Ísam á meðal annars framleiðslufyrirtækin Mylluna, Ora og Frón. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), sem framleiðir matvæli en er einnig stór heildsali, segir áhrif Costco á íslenskan smásölumarkað meiri en flestir hafi búist við. Ekki hafi verið ástæða til uppsagna hjá SS vegna þessa enn sem komið sé. „Í ákveðnum vöruflokkum merkjum við allt að tíu prósentum minni sölu miðað við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Við sjáum líka að það eru ákveðin hughrif í gangi. Fólk skiptir svolítið um persónuleika þegar það fer þarna inn og það kannski kaupir fullt af hlutum sem eru ekki ódýrari í öllum tilfellum. Okkur sýnist að þeir hafi náð allt að 20 prósenta markaðshlutdeild í þeim vöruflokkum sem þeir leggja áherslu á,“ segir Steinþór.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent