Fylgið sækir sterkt ýmist til hægri eða vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2017 19:45 Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Miðflokkurinn tekur nærri því jafn mikið fylgi af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en mun minna frá öðrum flokkum samkvæmt könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Ekki er hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks sem þyrfti þá annað hvort að auki að hafa með sér Vinstri græn eða Samfylkingu. Hér sjáum við niðurstöður könnunar Stöðvar tvö, Vísis og Fréttablaðsins sem birt var í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið fram úr Vinstri grænum með 24,1 prósent 17 þingmenn, tapar fjórum, en VG bætir við sig fjórum þingmönnum með 19,2 prósenta fylgi. Samfylkingin heldur þriðja sætinu með 14,3 prósent og myndi bæta við sig sjö þingmönnum, en fylgi Miðflokksins og Pírta er á svipuðum slóðum í rúmum níu prósentum, með annars vegar sjö og hins vegar sex þingmenn. Viðreisn hefur rétt úr kútnum með 7,5 prósent en myndi engu að síður tapa tveimur þingmönnum og Framsóknarflokkurinn fengi 6,2 prósenta fylgi og fjóra þingmenn, tapaði fjórum þingmönnum. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð kæmu fulltrúum á þing en litlu munar hjá Flokki fólksins sem mælist með 4,4 prósenta fylgi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst segir að þetta þýddi að ekki væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn og aðeins væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ýmist með Samfylkinguna eða Vinstri græn innanborðs ásamt einhverjum þriðja flokki. „Ég myndi halda að það væri frekar ólíklegt. Eiginlega verulega ólíklegt að þessir tveir flokkar sérstaklega myndu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa báðir talað þannig þótt þeir hafi kannski ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn formlega og algerlega,“ segir Eiríkur. Þá yrðu bara fjögurra flokka stjórnir í spilinu og þar vantaði Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata aðeins tvo þingmenn til að mynda minnsta mögulega meirihluta. Þá gætu Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn einnig myndað fjögurra flokka stjórn með tveggja manna meirihluta á Alþingi. En það er líka forvitnilegt að skoða hvernig fylgið hefur færst milli flokka frá síðustu kosningum. Þannig kusu 42,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn nú Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum og athygli vekur að 36,3 prósent kjósenda flokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra. Þá er Samfylkingin að taka mest fylgi frá Vinstri grænum eða 25 prósent miðað við síðustu kosningar og 17,9 prósent kjósenda Viðreisnar nú kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Eiríkur segir segir fylgið ekki sækja inn að miðjunni heldur ákveðið til annað hvort vinstri eða hægri. Það þýði að Viðreisn og Framsóknarflokkur geti orðið í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar, því þeir geti bæði starfað til vinstri og hægri.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30 Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 26. október 2017 08:30
Stjórnarkreppa í kortunum Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli prófessors sem segir snemmbúið flug VG hafa mögulega komið niður á þeim. Hann sér fram á áframhaldandi erfiðleika við stjórnarmyndun verði niðurstaða kosninganna í ætt við könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 26. október 2017 11:15