Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. október 2017 13:00 Arrivabene og Vettel Vísir/Getty Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Arrivabene sé líklegur til að missa starfið á næstu vikum. Sá orðrómur byggir þó sennilega helst á sögulegum staðreyndum um Ferrari liðsins. Lítil þolinmæði hefur verið í herbúðum Ferrari fyrir liðsstjórum sem ná ekki árangri strax. Hins vegar virðist sem Arrivabene muni halda starfinu aðeins lengur ef marka má Vettel. Vettel telur að Arrivabene eigi stóran þátt í nýlegri velgengni Ferrari liðsins. Ferrari liðið hefur saxað töluvert á forskot Mercedes liðsins undanfarin ár og færst töluvert nær í ár. Áreiðanleikinn hefur hins vegar verið liðinu til ama. Vettel hefur lýst yfir stuðningi við Arrivabene og sagt að hann vilji halda honum áfram sem liðsstjóra Ferrari. „Andinn í liðinu var lítill. Hann er lykilmaður í að rífa hann upp, koma á opnum ferlum og breyta hlutunum sem höfðu verið í sama farinu í 20 ár,“ sagði Vettel. „Hann er frumlegur og sýnir frumkvæði í hugsun. Hann er rétti maðurinn, góður leiðtogi og virtur af öllum innan liðsins - þá skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert. Ég er aðdáandi hans,“ sagði Vettel. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Arrivabene sé líklegur til að missa starfið á næstu vikum. Sá orðrómur byggir þó sennilega helst á sögulegum staðreyndum um Ferrari liðsins. Lítil þolinmæði hefur verið í herbúðum Ferrari fyrir liðsstjórum sem ná ekki árangri strax. Hins vegar virðist sem Arrivabene muni halda starfinu aðeins lengur ef marka má Vettel. Vettel telur að Arrivabene eigi stóran þátt í nýlegri velgengni Ferrari liðsins. Ferrari liðið hefur saxað töluvert á forskot Mercedes liðsins undanfarin ár og færst töluvert nær í ár. Áreiðanleikinn hefur hins vegar verið liðinu til ama. Vettel hefur lýst yfir stuðningi við Arrivabene og sagt að hann vilji halda honum áfram sem liðsstjóra Ferrari. „Andinn í liðinu var lítill. Hann er lykilmaður í að rífa hann upp, koma á opnum ferlum og breyta hlutunum sem höfðu verið í sama farinu í 20 ár,“ sagði Vettel. „Hann er frumlegur og sýnir frumkvæði í hugsun. Hann er rétti maðurinn, góður leiðtogi og virtur af öllum innan liðsins - þá skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert. Ég er aðdáandi hans,“ sagði Vettel.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30