Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 13:32 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað. Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað.
Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira