Allt sem þú þarft að vita fyrir kosningarnar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. október 2017 09:00 Leiðtogar flokkanna níu sem eiga fulltrúa á Alþingi eða eiga möguleika á að ná inn á þing að loknum kosningaþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi. vísir/ernir Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 28. október. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Á kjörskrá eru 248.502 einstaklingar skráðir. Þar af eru 124.669 konur og 123.833 karlar. Langflestir eru á kjörskrá í suðvesturkjördæmi, eða 69.498 manns. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, það er þann 23. september síðastliðinn.Hvar átt þú að kjósa?Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Slái maður inn kennitölu sína kemur upp í hvaða kjördæmi skal kjósa, á hvaða kjörstað og í hvaða kjördeild. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Þá hafa kosningarétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2008 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2008 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 11. október 2017. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin frá því eru danskir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt samkvæmt lögum númer 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband með leiðbeiningum um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.Hvernig áttu að kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Hér að neðan má svo sjá myndband um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa?Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði?Níu flokkar bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir eru eftirfarandi:A-listi Bjartrar framtíðar.B-listi Framsóknarflokksins.C-listi Viðreisnar.D-listi Sjálfstæðisflokksins.F-listi Flokks fólksins.M-listi Miðflokksins.P-listi Pírata.S-listi SamfylkingarinnarV-listi Vinstri grænnaÞá eru tveir flokkar sem bjóða ekki fram í öllum kjördæmum:R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður.T-listi Dögunar býður fram í Suðurkjördæmi. Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 28. október. Kjörstaðir opna um allt land í fyrramálið. Flestir opna þeir klukkan 9 en kjörstjórnir geta ákveðið að opna þá síðar. Kjörstaðir skulu þó samkvæmt reglum opna á bilinu 9 til 12. Kjörstaðir loka svo ekki seinna en klukkan 22 annað kvöld. Á kjörskrá eru 248.502 einstaklingar skráðir. Þar af eru 124.669 konur og 123.833 karlar. Langflestir eru á kjörskrá í suðvesturkjördæmi, eða 69.498 manns. Kjósandi er á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem hann var með lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, það er þann 23. september síðastliðinn.Hvar átt þú að kjósa?Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er hægt að fletta upp hvar maður er á kjörskrá. Slái maður inn kennitölu sína kemur upp í hvaða kjördæmi skal kjósa, á hvaða kjörstað og í hvaða kjördeild. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili hér á landi. Þá hafa kosningarétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2008 og hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem fluttu lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2008 hafa kosningarétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 11. október 2017. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosningarétt við þingkosningar og eru því ekki á kjörskrá. Eina undantekningin frá því eru danskir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt samkvæmt lögum númer 85/1946, það er þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M og er opið þar til klukkan 22 í kvöld. Á morgun er svo opið þar frá milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér og hér að neðan má sjá myndband með leiðbeiningum um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.Hvernig áttu að kjósa? Framvísa þarf skilríkjum á kjörstað. Rita skal x í reitinn fyrir framan listabókstaf þess flokks sem maður hyggst kjósa. Breyta má uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 við nafn þess sem maður vill setja efst, tölustafinn 2 við nafn þess sem maður vill hafa næstan á listanum og svo framvegis. Breyta má uppröðun á lista eins mikið og kjósandi vill. Þá má einnig strika yfir nafn eða nöfn frambjóðenda ef kjósandi vill af einhverri ástæðu hafna einhverjum frambjóðendum. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir svo lengi sem minnst einn frambjóðandi standi eftir á listanum. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur. Fleira getur ógilt kjörseðilinn. Til að mynda má ekki sýna neinum kjörseðilinn, það er segja hvernig maður hefur kosið, en sé það gert er kjörseðillinn ónýtur og ekki má setja hann í kjörkassann. Þetta þýðir til dæmis að óheimilt er að taka mynd af kjörseðlinum og birta á samfélagsmiðlum en nánari upplýsingar um það sem getur ógilt seðilinn má lesa í þessari frétt Vísis.Hér að neðan má svo sjá myndband um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa?Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því að hann geti ekki kosið sökum blindu eða á erfitt með að skrifa skal aðili úr kjörstjórn sem kjósandi velur aðstoða hann í kjörklefanum. Sá sem aðstoðina veitir er bundinn þagnarheiti varðandi atkvæðagreiðsluna en nánari upplýsingar um aðstoð á kjörstað má nálgast hér.Hverjir eru í framboði?Níu flokkar bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir eru eftirfarandi:A-listi Bjartrar framtíðar.B-listi Framsóknarflokksins.C-listi Viðreisnar.D-listi Sjálfstæðisflokksins.F-listi Flokks fólksins.M-listi Miðflokksins.P-listi Pírata.S-listi SamfylkingarinnarV-listi Vinstri grænnaÞá eru tveir flokkar sem bjóða ekki fram í öllum kjördæmum:R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum norður og suður.T-listi Dögunar býður fram í Suðurkjördæmi.
Kosningar 2017 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira