Sex þúsund félagslegar íbúðir og hækkun vaxta- og barnabóta Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 20:00 Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira