Sumarbörn tilnefnd til virtra alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 16:30 Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira