Þýskir Græningjar vilja ekki sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 10:29 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Cem Ozdemir, annar leiðtoga Græningja, ræða saman þegar þýska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir kosningar. Vísir/AFP Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi standa nú yfir þar sem leiðtogar Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU, Frjálslynda flokksins og Græningja reyna að ná saman um myndun nýrrar stjórnar. Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nú liggi fyrir að Græningjar styðji ekki hugmyndir um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið, sem er hugmynd sem Merkel hefur áður lýst yfir stuðning við. Flokkarnir fjórir – CDU (Kristilegir demókratar), CSU (systurflokkur CDU í Bæjaralandi), FDP (Frjálslyndir) og Græningjar – náðu í gærkvöldi samkomulagi um að ekki auka skuldsetningu þýska ríkisins á kjörtímabilinu að því er fram kemur í Spiegel. Reinhard Bütikofer, einn leiðtoga Græningja, segir að ekki komi til greina að styðja tillögur um sérstök fjárlög fyrir evrusvæðið sem Frakkar hafa lagt til. Segir hann að Græningjar vilji leggja aukið fé í innviðauppbyggingu en að unnið verði að því innan núgildandi fjárhagsramma Evrópusambandsins. Orð Bütikofer eru talin nokkurt áfall fyrir Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem lagði fram tillögur um sérstök evrusvæðisfjárlög. Merkel hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macron svo ljóst er að málið kann að reynast sérstakur ásteytingarsteinn í viðræðunum.Jafnaðarmenn vilja ekki stjórn með Merkel Kosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn þar sem bæði Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn misstu mikið fylgi. Hægri popúlistaflokkurinn AfD vann mikinn sigur í kosningunum með því að ná í fyrsta sinn mönnum inn á þing, auk þess að Frjálslyndir demókratar sneru aftur á þing eftir að hafa misst alla þingmenn sína í síðustu kosningum. Jafnaðarmenn höfðu áður tilkynnt að þeir myndu ekki mynda nýja stjórn með Merkel og Kristilegum demókrötum og virðist því sem að Merkel hafi engan annan möguleika en að mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Flokkarnir fjórir eru sammála um að afnema „soli“-skattinn svokallaða sem komið var á á tíunda áratugnum til að standa að hluta straum af kostnaði við sameiningu Þýskalands.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Schäuble nýr forseti þýska þingsins Þýska þingið kom saman í fyrsta sinn í morgun eftir að þingkosningar fóru fram í landinu þann 24. september síðastliðinn. 24. október 2017 13:13