Ríkisendurskoðun vill svör frá flokki sem fékk 29 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 25. október 2017 06:00 Skrifstofa Flokks heimilanna var í Vallarstræti 4 í miðborg Reykjavíkur. Starfsemi hans var afar umsvifalítil eftir kosningarnar 2013. vísir/valli Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01
Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00