Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að, svo ég bara sé engan grundvöll fyrir því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurður um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Logi segir línurnar hafa verið að skýrast núna á síðustu dögum í gegnum áherslur flokkana. „Það er ljóst að hér eru að myndast tvær blokkir. Annars vegar um hægri stefnu og áframhaldandi misskiptingu auðs eða stjórn um félagslegan stöðugleika, mannúð og mannréttindi,“ segir formaður Samfylkingarinnar um horfurnar eftir kosningar. Hann segist vel geta hugsað sér stjórn nokkurra flokka og nefnir auk Samfylkingar Vinstri græn, Framsóknarflokk, Viðreisn og Pírata. Þótt engar formlegar viðræður eigi sér stað milli flokkanna fyrir kosningar eru forystumenn farnir að hringjast á og taka stöðuna. Símar formanna eru þó mismikið á tali og sumir vinsælli en aðrir eins og gengur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að svokölluð Lækjarbrekkutilraun vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar hafi verið misráðin. „Mér fannst þetta nú ekki koma neitt sérstaklega vel út síðast,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati um möguleika á formlegum viðræðum milli flokka fyrir kosningar. Aðspurð um óskasamstarfsflokka Pírata nefnir Þórhildur Sunna þá flokka sem störfuðu saman í stjórnarandstöðu á því kjörtímabili sem er að ljúka; Vinstri græn, Samfylkingu og Framsóknarflokk. „Það eru helst þeir flokkar sem eru til í að koma með okkur í stjórnarskrármálin og raunverulegar kerfisbreytingar.“ Aðspurð hvort hún telji þessa flokka líklegasta til þess, segir Þórhildur Sunna: „Þeir eru allavega minnst líklegir til að vilja standa gegn því.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einkum tvær átakalínur sem skipt geta miklu máli við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Annars vegar afstaða flokka til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar afstaða forystumanna til þess hvor flokkurinn eigi að mynda límið í ríkisstjórn, Framsóknarflokkur eða Viðreisn. „Ég met stöðuna þannig að þrátt fyrir að útlit verði fyrir mikinn fjölda flokka á þingi þá verði ekki stjórnarkreppa eins og síðast,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og er bjartsýn á að að unnt verði að mynda ríkisstjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri. „Ég held að menn sjái æ betur að allt tal um tveggja flokka stjórn er gamaldags nálgun og engan veginn ávísun á stöðugleika. Þetta snýst fyrst og fremst um málefnin og þess vegna er ég bjartsýn.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsir þungum áhyggjum af óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. „Það þarf að mynda öfluga starfhæfa ríkisstjórn til að ráða bót á þessum pólitíska óstöðugleika, honum verður að linna,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði ráðin bót á vanda stjórnmálanna nema menn stigi upp úr skotgröfunum og er sjálfur reiðubúinn að ganga á undan með góðu fordæmi: „Það er enginn maður í stjórnmálum sem ég treysti mér ekki til að vinna með,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvort hann sé reiðubúinn að starfa með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Sigurður segist helst vilja sjá breiða stjórn fyrir miðju og segir Framsóknarflokkinn reiðubúinn að taka þátt í slíkri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira