Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Höskuldur Kári Schram og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. október 2017 20:57 „Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41