Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2017 18:30 Kjartan Gunnarsson á verönd Franska kaffihússins, sem þau Sigríður Snævarr eiga á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Sjá meira
Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Sjá meira
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08