Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2017 00:00 Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Vísir/Anton Brink Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið. Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið.
Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels