Tókust á um svissnesku leiðina: „Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. október 2017 14:21 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættu í Bítið í morgun. Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira