Síðasti Holden bíllinn rúllar af böndunum Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 11:24 Síðasti Holden bíllinn tilbúinn og starfseminni lokið eftir 69 ára framleiðslu. Bílaframleiðandinn Holden í Ástralíu sem er í eigu General Motors framleiddi sinn síðasta bíl í síðustu viku eftir 69 ára framleiðslusögu og alls tæplega 7,7 milljón bíla framleiðslu. Síðasti bíllinn var af gerðinni Holden Commodore Redline, sem er 455 hestafla bíll með V8 vél sem má telja nokkurskonar vörumerki fyrir Holden bíla sem margir hverjir hafa verið gríðaröflugir. General Motors hefur á síðustu árum verið að skera niður þær framleiðslueiningar sínar sem ekki skapa hagnað fyrir móðurfélagið og er niðurskurðurinn í Ástralíu liður í því, enda hefur á síðustu árum verið tap af rekstri Holden. General Motors hefur einnig hætt sölu Chevrolet bíla í Evrópu og selt Opel/Vauxhall til PSA Peugeot-Citroën. Lokun Holden verksmiðjanna markar endalok bílaframleiðslu í Ástralíu, að minnsta kosti í bili, því aðeins eru liðnar 3 vikur síðan Volvo lokaði einnig verksmiðju sinni í Ástralíu. Um 75% af starfsfólki í verksmiðjum Holden hefur fengið aðra vinnu, enda hefur aðdragandinn að lokuninni verið langur. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Bílaframleiðandinn Holden í Ástralíu sem er í eigu General Motors framleiddi sinn síðasta bíl í síðustu viku eftir 69 ára framleiðslusögu og alls tæplega 7,7 milljón bíla framleiðslu. Síðasti bíllinn var af gerðinni Holden Commodore Redline, sem er 455 hestafla bíll með V8 vél sem má telja nokkurskonar vörumerki fyrir Holden bíla sem margir hverjir hafa verið gríðaröflugir. General Motors hefur á síðustu árum verið að skera niður þær framleiðslueiningar sínar sem ekki skapa hagnað fyrir móðurfélagið og er niðurskurðurinn í Ástralíu liður í því, enda hefur á síðustu árum verið tap af rekstri Holden. General Motors hefur einnig hætt sölu Chevrolet bíla í Evrópu og selt Opel/Vauxhall til PSA Peugeot-Citroën. Lokun Holden verksmiðjanna markar endalok bílaframleiðslu í Ástralíu, að minnsta kosti í bili, því aðeins eru liðnar 3 vikur síðan Volvo lokaði einnig verksmiðju sinni í Ástralíu. Um 75% af starfsfólki í verksmiðjum Holden hefur fengið aðra vinnu, enda hefur aðdragandinn að lokuninni verið langur.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent