Fékk loksins að faðma föður sinn eftir tíu ára leit: „Ég missti allar varnir. Það fór allt“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 23. október 2017 14:15 Linda hefur leitað að föður sínum í yfir áratug. Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Í gærkvöldi var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.Linda gengur hér til föður síns.Leitin gekk ekki áreynslulaust fyrir sig og þurfti gengið að yfirstíga margar hindranir í Weymouth. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu í þættinum í gærkvöldi að þau hefðu loksins fundið föður hennar. Viðbrögð hennar voru eðlilega magnþrungin og tóku tilfinningarnar yfir. „Þegar Sigrún segir við mig, á ég að segja þér? Ég missti allar varnir. Það fór allt,“ segir Linda Rut. „Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi nokkrir dagar í Weymouth líða mér seint úr minni. Þetta var yndislegt.“Nánar verður rætt við Lindu í Fréttablaðinu á morgun.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Í gærkvöldi var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.Linda gengur hér til föður síns.Leitin gekk ekki áreynslulaust fyrir sig og þurfti gengið að yfirstíga margar hindranir í Weymouth. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu í þættinum í gærkvöldi að þau hefðu loksins fundið föður hennar. Viðbrögð hennar voru eðlilega magnþrungin og tóku tilfinningarnar yfir. „Þegar Sigrún segir við mig, á ég að segja þér? Ég missti allar varnir. Það fór allt,“ segir Linda Rut. „Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi nokkrir dagar í Weymouth líða mér seint úr minni. Þetta var yndislegt.“Nánar verður rætt við Lindu í Fréttablaðinu á morgun.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30