Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2017 19:29 Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV Vísir/Vilhelm Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Sjá meira
Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Sjá meira
Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti