Arnar: Eigum að spila loftfimleikahandbolta í hverri umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2017 19:29 Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV Vísir/Vilhelm Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Arnar Pétursson þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með stigin tvö sem Eyjamenn fengu gegn ÍR í dag en viðurkenndi að það væri ýmsilegt sem Eyjamenn geta lagað í sínum leik. „Við vorum ofboðslega slakir fyrstu 12-15 mínúturnar og aðeins betri í næstu 15-18. Seinni hálfleikur var svo með skárra móti. Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leikinn í Breiðholtinu í dag. Uppstilltur sóknarleikur Eyjamanna gekk brösuglega í dag og þeir hafa fengið gagnrýni fyrir sóknartilburði sína hingað til. „Ég er alveg sammála því að sóknin var ekki nógu góð.. Við erum að skila tveimur punktum og þurfum að vera þakklátir fyrir það. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við verðum að gera það," sagði Arnar en bætti við að kröfurnar á vel mannað lið ÍBV væru miklar. „Við erum það lið sem á að spila einhvern loftfimleikahandbolta í hverri umferð en við erum ekkert að spá í hvað aðrir eru að láta út úr sér. Við erum að hugsa um okkur sjálfa og hvernig við getum lagað okkar leik,“ bætti Arnar við. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, var ekki með ÍBV vegna meiðsla og þá fóru tveir leikmenn Eyjamanna af velli í dag, þeir Elliði Snær Viðarsson og Daníel Griffin en meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg. „Teddi meiddist á æfingu í gær. Hann meiddist á fingri og það verður skoðað á morgun. Vonandi er það ekki alvarlegt en það leit ekkert vel út. Við fáum sem betur fer tvær vikur núna og það ætti að duga Elliða. Hann hefur verið að glíma við smá tognun.“ „Mér líst ekkert á Daníel. Hann er 17 ára strákur sem er okkur mjög mikilvægur þó það sjái það kannski ekki allir. En varnarlega er hann mikilvægur fyrir okkur og það er áfall að missa hann út. Mér líst ekkert á þetta hjá honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Arnar. Eyjamenn fara inn í landsliðspásuna með 10 stig eftir sjö umferðir en þeir hafa eingöngu leikið á útivelli fram til þessa þar sem verið er að leggja parket á gólfið í íþróttahúsinu í Eyjum. Fara Arnar og hans menn sáttir inn í pásuna? „Já, við gerum það. Við unnum leikinn í dag gegn sterku ÍR-liði. Bjarni er búinn að búa til mjög flott lið og við erum þakklátir fyrir þessi tvö stig. Við erum að ná í punkta og eigum erfiðan leik gegn Selfyssingum næst. Síðan förum við heim og getum varla beðið eftir því.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Umfjöllun: ÍR - ÍBV 25-27 | Eyjamenn stálu sigrinum í lokin ÍBV vann sætan sigur á ÍR í Breiðholtinu í dag. Lokatölur 27-25 eftir að heimamenn höfðu leitt allan tímann. 22. október 2017 19:45