Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2017 19:30 Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans.Í Fréttablaðinu í dag sagði Hildur Erla Gísladóttir frá grófu ofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfaranum sínum þegar á árunum 2007 og 2008 þegar hún æfði með sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar þjálfarinn áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem versnaði næstu mánuði, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur kærði manninn en hann var aldrei dæmdur fyrir brot sín. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. Hann viðurkenndi brot sín þó fyrir formanni sundfélags Hafnarfjarðar. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir að þegar atvikið hafi komið upp hafi verið til verkferlar til að vinna eftir. „Þeir eru í dag öðruvísi en þeir voru þá og það er líka ljóst að við fórum ekki nákvæmlega eftir þeim á þeim tíma,“ segir Hörður en þjálfarinn hafði áður verið tilkynntur til sundsambandsins fyrir óæskilega hegðun. „Við ræddum saman ég og þáverandi formaður Sundfélagsins í Hafnarfirði og ég veit að hann átti samtal við þennan þjálfara. Þetta kemur svo ofan í seinna og eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Hörður. Hann segir að nú sé unnið að því að skerpa verkferla. „Ef það kemur upp kvittur af ofbeldi af einhverju tagi er gripið inn í strax,“ segir Hörður og bætir við að haft yrði samband við allra foreldra og rannsókn sett af stað. Hörður útskýrir að í þrígang hafi verið haft samband við sundsambandið frá sundfélögum að utan með fyrirspurnir um störf þjálfaras hér á landi. „Ég hef í öllum tilfellum bent á það að það kom upp mál sem varðar misbeitingu í hans störfum hér og bent viðkomandi á að hafa samband við félagið sem hann starfaði hjá þannig að þeir fengju þá upplýsingar frá fyrstu hendi.“ Hörður segir að kvörtun Hildar sé eina kvörtunin sem hafi borist sambandinu, er lítur að kynferðisofbeldi, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem formaður eða í 11 ár. „Ég er alveg klár á því að þetta er ekki einsdæmi. Mikil þöggun hefur verið um þessi mál,“ segir Hörður og bætir við að það sé ánægjulegt að Hildur hafi stigið fram og vonar að það hjálpi öðru íþróttafólki. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans.Í Fréttablaðinu í dag sagði Hildur Erla Gísladóttir frá grófu ofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfaranum sínum þegar á árunum 2007 og 2008 þegar hún æfði með sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar þjálfarinn áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem versnaði næstu mánuði, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur kærði manninn en hann var aldrei dæmdur fyrir brot sín. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. Hann viðurkenndi brot sín þó fyrir formanni sundfélags Hafnarfjarðar. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir að þegar atvikið hafi komið upp hafi verið til verkferlar til að vinna eftir. „Þeir eru í dag öðruvísi en þeir voru þá og það er líka ljóst að við fórum ekki nákvæmlega eftir þeim á þeim tíma,“ segir Hörður en þjálfarinn hafði áður verið tilkynntur til sundsambandsins fyrir óæskilega hegðun. „Við ræddum saman ég og þáverandi formaður Sundfélagsins í Hafnarfirði og ég veit að hann átti samtal við þennan þjálfara. Þetta kemur svo ofan í seinna og eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Hörður. Hann segir að nú sé unnið að því að skerpa verkferla. „Ef það kemur upp kvittur af ofbeldi af einhverju tagi er gripið inn í strax,“ segir Hörður og bætir við að haft yrði samband við allra foreldra og rannsókn sett af stað. Hörður útskýrir að í þrígang hafi verið haft samband við sundsambandið frá sundfélögum að utan með fyrirspurnir um störf þjálfaras hér á landi. „Ég hef í öllum tilfellum bent á það að það kom upp mál sem varðar misbeitingu í hans störfum hér og bent viðkomandi á að hafa samband við félagið sem hann starfaði hjá þannig að þeir fengju þá upplýsingar frá fyrstu hendi.“ Hörður segir að kvörtun Hildar sé eina kvörtunin sem hafi borist sambandinu, er lítur að kynferðisofbeldi, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem formaður eða í 11 ár. „Ég er alveg klár á því að þetta er ekki einsdæmi. Mikil þöggun hefur verið um þessi mál,“ segir Hörður og bætir við að það sé ánægjulegt að Hildur hafi stigið fram og vonar að það hjálpi öðru íþróttafólki.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00