Brá nokkuð þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2017 15:35 Vakan verður haldin í Valsheimilinu á kosninganótt. vísir/eyþór Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög og gætu átt fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. Markmiðið með tónleikunum er að fá ungt fólk til að kjósa en frítt er inn á tónleikana. Aðgangseyririnn átti að vera sjálfsmynd sem tekin væri við skilti Vökunnar á kjörstöðum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn en aðstandendur tónleikanna funduðu með yfirkjörstjörn í morgun. „Okkar málflutningur hefur hingað til gengið út á það að hvetja fólk til að koma á kjörstað og taka af sér sjálfu en nú er það hugsanlega brot á kosningalögum. Það er sem sagt ólöglegt af okkur að hvetja fólk til að gera eitthvað í skiptum fyrir aðgang á tónleika, það er að gera eitthvað sem snýst um að kjósa. Ég sagði reyndar við kjörstjórn að við værum ekki að gera það heldur værum við að segja fólki að mæta á kjörstað en svo ekkert að fylgjast með hvort þau færu inn eða hvort þau myndu kjósa. Þau sögðu samt að þetta væri á gráu svæði og yrði að vera aðskilið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir einn af skipuleggjendum Vökunnar.Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Vökunni.vakanSetja skiltin upp á almenningsstöðum í Reykjavík Hún segir að þau hafi því tekið þá ákvörðun að vera ekki á kjörstöðum til að hætta ekki á að það séu einhverjir árekstrar. Í staðinn verður skiltum Vökunnar komið upp á almenningsstöðum í Reykjavík og fólk er því beðið um að taka sjálfuna af sér þar, setja hana á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #vakan og fá þannig frítt inn á tónleikana. „Við höfðum áður fengið grænt ljós á að vera fyrir utan kjörstaði en nú er þetta orðið of mikið mál þannig að við viljum ekkert hætta á það að einhver taki því sem brotum á einhverjum lögum. Ég spyr samt á móti hvað með það þegar verið er að keyra fólk á kjörstað?“ segir Hrönn og vísar í 117. grein kosningalaga þar sem segir meðal annars: „Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll: a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar, [...]“Uppistandarinn Bylgja Babýlons með skilti eins og þau sem aðstandendur tónleikanna munu setja upp á almenningsstöðum í Reykjavík á kjördag. Sjálfa við skiltið er aðgangseyrir á tónleikana á kosninganótt.vakanHalda áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa Hrönn spyr hvort það séu ekki fríðindi að ná í einhvern og keyra hann upp að dyrum. „Og ekki nóg með það heldur líka að fylgja honum inn á kjörstað, bíða eftir að hann sé búinn að kjósa og skutla honum heim. Þetta hefur tíðkast í áraraðir hjá stjórnmálaflokkunum.“ Aðstandendur Vökunnar vilja svo benda fólki á að það sé bannað að taka mynd af sér á kjörstað eða taka mynd af kjörseðlinum. „Þetta hefur verið vandamál í kosningum undanfarin ár og við viljum alls ekki að fólk tengi okkur við eitthvað þannig dót við höfum aldrei hvatt neinn til að taka mynd af sér inni á kjörstað eða af seðlinum. Við höldum hins vegar áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa og Vakan verður í Valsheimilinu á kosninganótt.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Aðstandendum Vökunnar 2017 brá nokkuð í morgun þegar í ljós kom að þau væru hugsanlega að brjóta kosningalög og gætu átt fjögurra ára fangelsi yfir höfði sér með því að biðja ungt fólk um að taka mynd af sér á kjörstað til að komast á tónleika sem haldnir verða í Valsheimilinu á kosninganótt. Markmiðið með tónleikunum er að fá ungt fólk til að kjósa en frítt er inn á tónleikana. Aðgangseyririnn átti að vera sjálfsmynd sem tekin væri við skilti Vökunnar á kjörstöðum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn en aðstandendur tónleikanna funduðu með yfirkjörstjörn í morgun. „Okkar málflutningur hefur hingað til gengið út á það að hvetja fólk til að koma á kjörstað og taka af sér sjálfu en nú er það hugsanlega brot á kosningalögum. Það er sem sagt ólöglegt af okkur að hvetja fólk til að gera eitthvað í skiptum fyrir aðgang á tónleika, það er að gera eitthvað sem snýst um að kjósa. Ég sagði reyndar við kjörstjórn að við værum ekki að gera það heldur værum við að segja fólki að mæta á kjörstað en svo ekkert að fylgjast með hvort þau færu inn eða hvort þau myndu kjósa. Þau sögðu samt að þetta væri á gráu svæði og yrði að vera aðskilið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir einn af skipuleggjendum Vökunnar.Emmsjé Gauti er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Vökunni.vakanSetja skiltin upp á almenningsstöðum í Reykjavík Hún segir að þau hafi því tekið þá ákvörðun að vera ekki á kjörstöðum til að hætta ekki á að það séu einhverjir árekstrar. Í staðinn verður skiltum Vökunnar komið upp á almenningsstöðum í Reykjavík og fólk er því beðið um að taka sjálfuna af sér þar, setja hana á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #vakan og fá þannig frítt inn á tónleikana. „Við höfðum áður fengið grænt ljós á að vera fyrir utan kjörstaði en nú er þetta orðið of mikið mál þannig að við viljum ekkert hætta á það að einhver taki því sem brotum á einhverjum lögum. Ég spyr samt á móti hvað með það þegar verið er að keyra fólk á kjörstað?“ segir Hrönn og vísar í 117. grein kosningalaga þar sem segir meðal annars: „Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll: a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni, að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar, svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar, [...]“Uppistandarinn Bylgja Babýlons með skilti eins og þau sem aðstandendur tónleikanna munu setja upp á almenningsstöðum í Reykjavík á kjördag. Sjálfa við skiltið er aðgangseyrir á tónleikana á kosninganótt.vakanHalda áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa Hrönn spyr hvort það séu ekki fríðindi að ná í einhvern og keyra hann upp að dyrum. „Og ekki nóg með það heldur líka að fylgja honum inn á kjörstað, bíða eftir að hann sé búinn að kjósa og skutla honum heim. Þetta hefur tíðkast í áraraðir hjá stjórnmálaflokkunum.“ Aðstandendur Vökunnar vilja svo benda fólki á að það sé bannað að taka mynd af sér á kjörstað eða taka mynd af kjörseðlinum. „Þetta hefur verið vandamál í kosningum undanfarin ár og við viljum alls ekki að fólk tengi okkur við eitthvað þannig dót við höfum aldrei hvatt neinn til að taka mynd af sér inni á kjörstað eða af seðlinum. Við höldum hins vegar áfram að hvetja ungt fólk til að kjósa og Vakan verður í Valsheimilinu á kosninganótt.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Halda tónleika á kosninganótt fyrir þá sem taka sjálfu á kjörstað Borgarráð samþykkti í gær að veita verkefninu styrk að upphæð 2.000.000 króna en tónleikarnir eiga að stuðla að aukinni kosningaþátttöku ungs fólks. 13. október 2017 19:15