Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Jack Wilshere fái tækifæri í ensku úrvalsdeildinni fyrr en seinna.
Wilshere átti góðan leik þegar Arsenal vann Rauðu stjörnuna, 0-1, í Belgrad í Evrópudeildinni í gær.
Wilshere hefur aðeins spilað í Evrópudeildinni og deildabikarnum í vetur en Wenger segir að það styttist í að miðjumaðurinn verði notaður í ensku úrvalsdeildinni.
„Hann mun fá tækifæri, engar áhyggur. Svoleiðis verður það. Hann fékk spark í fyrri hálfleik en náði að klára leikinn sem hjálpar honum mikið,“ sagði Wenger eftir leikinn í gær.
Næsti leikur Arsenal er gegn Everton á Goodison Park á sunnudaginn.
Wenger: Wilshere fær tækifæri í deildinni

Tengdar fréttir

Arsenal slapp með skrekkinn í Serbíu
Fjölmörgum leikjum er lokið í Evrópudeild UEFA í kvöld. Arsenal náði að merja sigur gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad.

Özil hefur sagt samherjunum að hann sé á leið til United
Mesut Özil hefur tjáð samherjum sínum hjá Arsenal að hann sé á förum til Manchester United.