Tuttuguogfimmþúsundkallinn á ábyrgð fjórflokks og Pírata Ólafur Ísleifsson skrifar 20. október 2017 08:30 Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun