Tuttuguogfimmþúsundkallinn á ábyrgð fjórflokks og Pírata Ólafur Ísleifsson skrifar 20. október 2017 08:30 Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar