„Stemmningin í hópnum er mjög góð eins og vanalega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Óskar Örn Guðbrandsson í KSÍ TV. Framundan er leikur á móti Þýskalandi í dag.
„Það eru allir í góðum gír eftir 8-0 sigur síðast. Þetta verður samt töluvert erfiðari leikur og allt öðruvísi,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir.
„Við getum alveg undirbúið okkur undir það að við erum ekki að fara stjórna þessum leik. Við erum meira að hugsa um það að verja markið okkar og ná kannski að pota inn einu,“ sagði Hallbera.
„Við verðum að verjast vel og nýta okkar sénsa þegar við fáum þá,“ sagði Fanndís en hvað með framhaldið í riðlinum?
„Við þurfum bara að byrja á leiknum á föstudaginn (í dag) svo er leikurinn á þriðjudaginn bara annað verkefni sem við bara pælum í eftir leikinn á föstudaginn,“ sagði Fanndís.
„Af því sem við erum búnar að sjá þá verða þetta tveir mjög erfiðir leikir. Það væri draumur að koma heim með einhver stig í farteskinu,“ sagði Hallbera.
Það má sjá allt viðtalið við þær hér fyrir neðan.