Borgin greiddi 4,8 milljónir fyrir hið meinta áróðursrit Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ásamt meirihlutanum sakaður um að hafa dreift kosningaáróðri í boði borgarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira