
Blaðamenn og bankaleynd
Hvorki í ákvæðinu sjálfu né í lögskýringargögnum með því er að finna vísbendingar um að skyldan taki ekki til fjölmiðla eða að ætlun löggjafans hafi yfir höfuð verið að undanskilja fjölmiðla frá umræddri skyldu. Í ljósi orðalags 2. mgr. um „viðtakendur“, án nokkurra fyrirvara þar að lútandi, telst slík lögskýring því vart tæk.
Fjölmiðlar eru þannig viðtakendur eins og allir aðrir. Að undanskilja fjölmiðla bankaleynd stenst ekki heldur m.t.t. þeirra raka, sem nefnd hafa verið í umræðunni, að umræddur skilningur eigi sér að einhverju leyti stoð í sambærilegu ákvæði danskra laga. Í þessu sambandi er þess í fyrsta lagi að hvorki í danska ákvæðinu né í greinargerð með því er fjallað um að fjölmiðlar séu undanskildir umræddri skyldu. Í öðru lagi er ljóst að jafnvel þótt danska ákvæðið yrði túlkað með þeim langsótta hætti fengi það ekki breytt túlkun á íslenska ákvæðinu og þeim lögskýringargögnum sem stuðst verður við hér á landi.
Sú niðurstaða mín að bankaleynd gildi um fjölmiðla styðst ekki einungis við túlkun fyrrgreinds ákvæðis laga um fjármálafyrirtæki og almenn lögskýringarviðmið, heldur ekki síður siðferði og grunngildi faglegrar blaðamennsku. Slíkar reglur fela m.a. í sér að ekki sé fjallað opinberlega um upplýsingar sem leynt eigi að fara lögum samkvæmt nema réttlætanlegar ástæður leiði til þess að slíkri vernd megi víkja til hliðar. Það leiðir beinlínis af eðli ákvæða um þagnarleynd að markmiðið með þeim er að koma í veg fyrir að tilteknar upplýsingar verði gerðar opinberar. Það væri í andstöðu við tilgang slíkra reglna ef verndin næði ekki yfir það þegar fjölmiðlar hafa komist í viðkomandi gögn. Það blasir enda við að einmitt þegar upplýsingar eru þess eðlis að þær eiga að fara leynt er mest þörf á að þær birtist ekki í fjölmiðlum þar sem þær verða þá aðgengilegar öllum. Önnur niðurstaða fæli í sér að unnt væri að aftengja þá leynd sem hvíldi yfir viðkomandi upplýsingum með því einfaldlega að afhenda upplýsingarnar fjölmiðlum og við stæðum frammi fyrir þeirri sérkennilegu stöðu að upplýsingar sem almennt mætti ekki gera opinberar væri engu að síður heimilt að dreifa opinberlega ef fjölmiðill ætti í hlut.
Það væri í hróplegu ósamræmi við markmiðið með 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki ef túlka ætti „viðtakendur“ í 2. mgr. ákvæðisins þannig að þar væri ekki átt við fjölmiðla. Það væri einnig í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, sem gjarnan er vísað til í tengslum við ákvæði um þagnarskyldu, enda yrði afleiðingin af því sú að mönnum væri í lófa lagið að koma sér undan þagnarskyldunni með því að senda viðkomandi gögn á fjölmiðla og þannig „opna“ á opinberun viðkomandi upplýsinga. Í því fælist slík þversögn að verulega ólíklegt verður að telja að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu. Það fæli einnig að líkindum í sér að íslenska ríkinu hefði mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs, enda væri verndin að þessu leyti þá afar takmörkuð hér á landi.
Hitt er aftur annað mál að rök kunna að standa til þess að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafa m.a. verið túlkuð svo að í þeim felist ríkt frelsi fjölmiðla til þess að fjalla um hvaðeina það sem á erindi til almennings, verði túlkuð svo að heimilt sé að víkja frá bankaleyndinni í ákveðnum tilvikum. Það kann t.d. að eiga við þegar mælt er fyrir um skyldu einstakra aðila til að afhenda stjórnvöldum tiltekin gögn eða þegar almannahagsmunir krefjast þess að bankaleyndinni sé aflétt í þágu tjáningarfrelsis og frjálsrar stjórnmálaumræðu.
Þegar mál sem snerta bankaleynd hafa rekið á fjörur mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómstóllinn t.d. í engu vikið að því að ákvæði í innanlandsrétti, sem leggi þá skyldu á herðar blaðamönnum að gæta bankaleyndar, séu andstæð fjölmiðlafrelsinu, heldur einmitt talið slík ákvæði eðlileg en mælt fyrir um að rétt kunni að vera, í ákveðnum tilvikum, að víkja frá slíkum reglum. Þegar þeim tilvikum sleppir, sem vitanlega eru háð mati hverju sinni, er á hinn bóginn á engan hátt unnt að halda því fram fullum fetum að fjölmiðlum sé að jafnaði heimilt að fjalla um upplýsingar sem háðar eru bankaleynd. Það er einfaldlega röng lagatúlkun.
Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og stundakennari í fjölmiðlarétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Skoðun

Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin
Kjartan Ágústsson skrifar

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí
Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Mikilvægi orkuspáa
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Þegar innflutningurinn ræður ríkjum
Anton Guðmundsson skrifar

Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann?
Steinar Björgvinsson skrifar

Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Konur og menntun
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki
Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar

Hanna Katrín og Co, koma til bjargar
Björn Ólafsson skrifar

Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu
Jóhann Helgi Stefánsson skrifar

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er útlegð á innleið?
Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar

Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar

Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði
Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar

Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Er aldur bara tala?
Teitur Guðmundsson skrifar

Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar