100.000 BMW i3 rafmagnsbílar framleiddir Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2017 14:18 BMW i3 settir saman í Leipzig. Rafmagnsbílavæðing heimsins hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, en þeir eru samt býsna fáir rafmagnsbílarnir sem framleiddir hafa verið í meira en 100.000 eintökum. Þeim tímamótum var þó náð í Leipzig hjá BMW í síðustu viku. BMW i3 rafmagnsbíllinn hefur verið í framleiðslu hjá BMW síðan seint á árinu 2013 og í Leipzig eru nú framleiddir 120 slíkir bílar hvern dag. Í fyrra voru þar framleiddir 26.631 BMW i3 bílar. Til samanburðar voru framleiddir þar aðeins 2.783 BMW i8 tengiltvinnbílar, en sá bíll er bæði talsvert stærri og miklu dýrari sportbíll. BMW framleiðir reyndar fleiri tengiltvinnbíla, til dæmis í formi BMW X5 jeppans og ef þeir eru lagðir saman við i3 rafmagnsbílinn er stutt í að BMW hafi framleitt 200.000 slíka frá upphafi. BMW ætlar að hafa einar 25 bílgerðir í boði árið 2025 sem að hluta til eða að öllu leiti verða knúnir rafmagni. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent
Rafmagnsbílavæðing heimsins hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum, en þeir eru samt býsna fáir rafmagnsbílarnir sem framleiddir hafa verið í meira en 100.000 eintökum. Þeim tímamótum var þó náð í Leipzig hjá BMW í síðustu viku. BMW i3 rafmagnsbíllinn hefur verið í framleiðslu hjá BMW síðan seint á árinu 2013 og í Leipzig eru nú framleiddir 120 slíkir bílar hvern dag. Í fyrra voru þar framleiddir 26.631 BMW i3 bílar. Til samanburðar voru framleiddir þar aðeins 2.783 BMW i8 tengiltvinnbílar, en sá bíll er bæði talsvert stærri og miklu dýrari sportbíll. BMW framleiðir reyndar fleiri tengiltvinnbíla, til dæmis í formi BMW X5 jeppans og ef þeir eru lagðir saman við i3 rafmagnsbílinn er stutt í að BMW hafi framleitt 200.000 slíka frá upphafi. BMW ætlar að hafa einar 25 bílgerðir í boði árið 2025 sem að hluta til eða að öllu leiti verða knúnir rafmagni.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent