Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 11:39 Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40