Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 11:39 Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40