Eigandi og ökumaður bílsins er Johnny Böhmer og hann var nú að slá eigið hraðaheimsmet sem stóð áður í 456 km hraða. Böhmer segir að bíll hans eigi að vera fær um að ná 318 mína hraða, eða 511 km/klst. Hann telur þó raunhæfara að ná 309-310 mílna hraða og það ætlar hann að gera á næstunni.
Næsta tilraun hans mun fara fram í desember og verður sú tilraun til nýs metsláttar sýndur í þættinum Fast N´Loud á Discovery Channel. Sjá má myndskeið hér að neðan innan úr bíl Johnny Böhmer þegar metið var slegið á dögunum og í enda þess sést að fallhlíf sem á að draga úr hraða bílsins í enda ökuferðar rifnar af sökum gríðarlegs hraðans.