Rolex-úr Paul Newman seldist á 1,9 milljarða króna Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2017 09:39 Aldrei áður hefur armbandsúr selst á hærri upphæð en gefin var fyrir Rolex Daytona úr Paul Newman á uppboði í síðustu viku. Úrið seldist á 17.752.500 dollara, eða tæplega 1,9 milljarða króna. Seldist úrið í Phillips uppboðshúsinu og var búist við að allt að 1 milljón dollara fengist fyrir það. Það fór hins vegar á ríflega sautjánfalda þá upphæð í 12 mínútna spennandi uppboði. Úrið var gjöf frá eiginkonu Newman, Joanne Woodward, árið 1968 en þá var Paul Newman við upptökur á myndinni Winning þar sem Newman lék hlutverk keppnisökumanns sem vann Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Úrið dýra fór ekki af úlnlið Paul Newman fyrstu 15 árin eftir að eiginkona hans gaf honum það. Paul Newman var mikill bílaaðdáandi og keppti sjálfur talsvert í akstursíþróttum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Joanne Woodward var ekki ýkja hrifin af þátttöku eiginmanns síns í keppnisakstri og taldi það afar hættulegt sport. Það hafði hinsvegar ekki áhrif á áhuga hans og þátttöku í sportinu. Paul Newman og Joanne Woodward voru gift í 50 ár og hjónaband þeirra almennt talið ein mesta ástarsaga Hollywood. Paul Newman dó árið 2008 en Joanne Woodward er enn á lífi, 87 ára gömul. Þau áttu saman þrjú börn. Þegar Woodward gaf eiginmanni sínum nýtt úr árið 1984 gaf Newman James Cox Rolex úrið, en Cox var þá kærasti Nell Newman, dóttur Paul Newman og Woodward. Úrið hefur verið í eigu Cox og Nell allar götur síðan en þau ákváðu að endingu að bjóða það upp með öðrum eins árangri og verður hluta fjársins sem fyrir það fékkst gefið til góðgerðarmála. Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent
Aldrei áður hefur armbandsúr selst á hærri upphæð en gefin var fyrir Rolex Daytona úr Paul Newman á uppboði í síðustu viku. Úrið seldist á 17.752.500 dollara, eða tæplega 1,9 milljarða króna. Seldist úrið í Phillips uppboðshúsinu og var búist við að allt að 1 milljón dollara fengist fyrir það. Það fór hins vegar á ríflega sautjánfalda þá upphæð í 12 mínútna spennandi uppboði. Úrið var gjöf frá eiginkonu Newman, Joanne Woodward, árið 1968 en þá var Paul Newman við upptökur á myndinni Winning þar sem Newman lék hlutverk keppnisökumanns sem vann Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Úrið dýra fór ekki af úlnlið Paul Newman fyrstu 15 árin eftir að eiginkona hans gaf honum það. Paul Newman var mikill bílaaðdáandi og keppti sjálfur talsvert í akstursíþróttum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Joanne Woodward var ekki ýkja hrifin af þátttöku eiginmanns síns í keppnisakstri og taldi það afar hættulegt sport. Það hafði hinsvegar ekki áhrif á áhuga hans og þátttöku í sportinu. Paul Newman og Joanne Woodward voru gift í 50 ár og hjónaband þeirra almennt talið ein mesta ástarsaga Hollywood. Paul Newman dó árið 2008 en Joanne Woodward er enn á lífi, 87 ára gömul. Þau áttu saman þrjú börn. Þegar Woodward gaf eiginmanni sínum nýtt úr árið 1984 gaf Newman James Cox Rolex úrið, en Cox var þá kærasti Nell Newman, dóttur Paul Newman og Woodward. Úrið hefur verið í eigu Cox og Nell allar götur síðan en þau ákváðu að endingu að bjóða það upp með öðrum eins árangri og verður hluta fjársins sem fyrir það fékkst gefið til góðgerðarmála.
Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent