Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2017 07:00 Þessar breytingar urðu á þinginu. „Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00