Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2017 07:00 Þessar breytingar urðu á þinginu. „Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
„Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00