Umbrot Ari Trausti Guðmundsson skrifar 30. október 2017 07:00 Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum (megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir Norðausturlandi. Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineldstöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð. Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast, og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megineldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og 2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli. Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að stærð. Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun, rannsóknir og viðbúnað.Höfundur er jarðvísinda- og þingmaður
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar