Notkun rafræns kennsluhugbúnaðar áhyggjuefni því upplýsingar um börn gætu ratað úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2017 21:45 Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira