Íslensk kjötsúpa í norskri vegasjoppu Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Spisekroken eða Matkrókurinn er í smábænum Jessheim. Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum. Matur Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Veitingamaðurinn Steinar Agnarsson og eiginkona hans, Kristín Hjálmarsdóttir, ákváðu að söðla um eftir þriggja og hálfs árs búsetu í norska bænum Sandane og flytja með alla fjölskylduna til Jessheim og reyna þar fyrir sér í veitingasölu. Sagt er frá áætlunum Steinars á fréttasíðunni Nýja Ísland, www.nyjaisland.no sem er nýlegur fréttamiðill þar í landi. Ritstjóri vefsins er Sigurður Rúnarsson og á vefnum er að finna fjölbreyttar fréttir og fróðleik af samlöndum okkar þar í landi.Íslensk fjölskyldujól í Noregi. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar AgnarssonSteinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár en allra síðustu árin hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane. Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að skipuleggja splunkunýjan matseðil. Ásamt því að bjóða upp á rammíslenska kjötsúpu þá verður einnig hægt að fá hefðbundinn norskan skyndibita.„Er núna að vinna í að fá íslenska hangirúllu og úrbeinað hangikjöt, ætla að reyna að bjóða upp á jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo verður það gamla góða íslenska kjötsúpan og svo fiskréttir.“ „Annars er þetta erfitt að eiga við, ég er mest með fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar, en hann stefnir á opnun þann 15. nóvember næstkomandi. Eldar mat í gömlum bókabílFyrrverandi bókabíll sem er verðandi matsölustaður á hjólum.Þetta er ekki frumraun Steinars í að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann flutti búferlum til Noregs. En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken, einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi. Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls og er nú á verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttaður fyrir matsölu. „Bíllinn verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður enginn svikinn af matnum okkar,“ segir Steinar sem vonar að íslensk kjötsúpa muni slá í gegn hjá Norðmönnum.
Matur Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira