Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 14:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu á mánudag. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. Hann segist telja að stjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins væri til þess fallin að skapa sátt í samfélaginu en segir að sú ríkisstjórn þyrfti ásýndarbreytingu. Rætt var við Sigurð Inga í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Hann segir að mikilvægt sé að næsta ríkisstjórn skapi sátt í samfélaginu. Fólk sé enn brennt eftir stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu kosningar og að enn hafi ekki náðst að skapa sátt í kjölfar hrunsins. „Við erum eiginlega of reið miðað við hvað við höfum það gott. Við erum of pirruð. Hluti af því er óstöðugleiki í pólitík,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að margir möguleikar séu enn um mögulega ríkisstjórn en að hver og einn þeirra skapi einhverskonar vandræði fyrir alla flokka. Mikilvægt sé að fólk sé tilbúið til að gera málamiðlanir. „Ég held að þjóðin upplifi það líka þannig og það er auðvitað ákveðið óþol gagnvart okkur frá [...] þessari uppákomu í fyrra þegar það tók allt of langan tíma að mynda starfhæfa stjórn. það endaði síðan á stjórn sem ég hafði reyndar ekki mikla trú á og mér fannst ekki gera góða hluti, en hún sprakk eftir átta og hálfan mánuð og það er, við megum bara ekki leggja af stað aftur í slíka vegferð.“Sameiginleg niðurstaða að bjóða ekki öðrum að borðinu Sigurður segist jafnframt meðvitaður um að það hljómi einkennilega að Framsóknarflokkurinn hafi slitið stjórnarmyndunarviðræðum fjögurra flokka vegna tæps meirihluta sem hafi legið fyrir frá byrjun. „Auðvitað var það þannig að í viðræðunum þá ræddi ég það strax og reyndar líka opinberlega að þetta væri tæpur meirihluti og tæplega það sem dygði en við settumst engu að síður yfir þetta og við íhuguðum það að stækka hópinn og ég lagði það meðal annars til að það yrðu jafnvel sex flokkar í ríkisstjórn,“ segir Sigurður Ingi. „Það voru, eins og við vorum að tala um áðan, það eru einhverjir fyrirvarar gagnvart einhverjum í öllum flokkum. þannig það var sameiginleg niðurstaða okkar fjögurra sem vorum að ræða þetta að við skyldum þá á það reyna að vera með 32 og fórum í formlegar viðræður. Ég tók alveg virkan þátt í því.“Fulltrúar fjögurra flokka funduðu á heimili Sigurðar Inga á föstudaginn í síðustu viku.Vísir/ErnirHann segist meðal annars hafa rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um hvort hann væri reiðubúinn að ganga inn í viðræðurnar. Sigmundur Davíð sagðist mæta ef honum yrði boðið en ekkert varð af því. Sigurður Ingi segist ekki hafa heyrt í Miðflokknum síðan.Einfaldast að mynda ríkisstjórn DVB Sigurður Ingi hefur talað mikið fyrir ríkisstjórn með breiða skírskotun frá hægri til vinstri yfir miðjuna. Hann segir að rökréttast væri að mynda slíka stjórn með Framsókn, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki. „Það er einfaldast. Þetta eru þrír flokkar og stærstu flokkarnir á þingi í dag. Ég held að þessum flokkum myndi una að búa til þessa sátt, það er að segja alveg frá hægri til vinstri.“Myndi það ganga undir forystu Bjarna Benediktssonar? „Það er það sem við þurfum að vera að ræða núna. Ég var búin að segja það opinberlega áður að þegar við slitum þessu þá hvatti ég Katrínu að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn með í viðræðurnar.“Finnst þér heillavænlegra að Katrín leiði ríkisstjórn? „Núna þessa síðastliðnu tvo daga hafa menn verið að þreifa hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Hvað er líklegt, hvað ertu tilbúin að gera, hvaða hluti ertu tilbúinn að setja til hliðar? Ég held að þetta geti verið mjög sterk ríkisstjórn. Ég er sammála því hún þarf ásýndarbreytingu frá því sem verið hefur og hvernig finna menn hana? Það þarf bara að setjast yfir það og finna leiðina til þess.“Ekki sjálfsagt að sá sem fái umboðið fái forsætisráðuneytið Sigurður Ingi segist jafnframt ekki vera hrifinn af hugmyndinni um ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks Fólksins. „Hún myndi ekki hafa þessa breiðu skírskotun, ég er ekki viss um að hún myndi skapa mikinn frið eða sátt í samfélaginu,“ segir hann. „Við getum búið til einhverjar stjórnir en að okkar mati, að mínu mati, er forsendan að við sköpum þessa sátt og frið.“Hver ætti að fá umboðið? „Auðvitað myndi ég treysta mér til að taka við þessu kefli en það er ekki þar með sagt að sá sem væri með umboðið yrði forsætisráðherra.“Viðtalið við Sigurð Inga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. Hann segist telja að stjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins væri til þess fallin að skapa sátt í samfélaginu en segir að sú ríkisstjórn þyrfti ásýndarbreytingu. Rætt var við Sigurð Inga í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Hann segir að mikilvægt sé að næsta ríkisstjórn skapi sátt í samfélaginu. Fólk sé enn brennt eftir stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu kosningar og að enn hafi ekki náðst að skapa sátt í kjölfar hrunsins. „Við erum eiginlega of reið miðað við hvað við höfum það gott. Við erum of pirruð. Hluti af því er óstöðugleiki í pólitík,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að margir möguleikar séu enn um mögulega ríkisstjórn en að hver og einn þeirra skapi einhverskonar vandræði fyrir alla flokka. Mikilvægt sé að fólk sé tilbúið til að gera málamiðlanir. „Ég held að þjóðin upplifi það líka þannig og það er auðvitað ákveðið óþol gagnvart okkur frá [...] þessari uppákomu í fyrra þegar það tók allt of langan tíma að mynda starfhæfa stjórn. það endaði síðan á stjórn sem ég hafði reyndar ekki mikla trú á og mér fannst ekki gera góða hluti, en hún sprakk eftir átta og hálfan mánuð og það er, við megum bara ekki leggja af stað aftur í slíka vegferð.“Sameiginleg niðurstaða að bjóða ekki öðrum að borðinu Sigurður segist jafnframt meðvitaður um að það hljómi einkennilega að Framsóknarflokkurinn hafi slitið stjórnarmyndunarviðræðum fjögurra flokka vegna tæps meirihluta sem hafi legið fyrir frá byrjun. „Auðvitað var það þannig að í viðræðunum þá ræddi ég það strax og reyndar líka opinberlega að þetta væri tæpur meirihluti og tæplega það sem dygði en við settumst engu að síður yfir þetta og við íhuguðum það að stækka hópinn og ég lagði það meðal annars til að það yrðu jafnvel sex flokkar í ríkisstjórn,“ segir Sigurður Ingi. „Það voru, eins og við vorum að tala um áðan, það eru einhverjir fyrirvarar gagnvart einhverjum í öllum flokkum. þannig það var sameiginleg niðurstaða okkar fjögurra sem vorum að ræða þetta að við skyldum þá á það reyna að vera með 32 og fórum í formlegar viðræður. Ég tók alveg virkan þátt í því.“Fulltrúar fjögurra flokka funduðu á heimili Sigurðar Inga á föstudaginn í síðustu viku.Vísir/ErnirHann segist meðal annars hafa rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um hvort hann væri reiðubúinn að ganga inn í viðræðurnar. Sigmundur Davíð sagðist mæta ef honum yrði boðið en ekkert varð af því. Sigurður Ingi segist ekki hafa heyrt í Miðflokknum síðan.Einfaldast að mynda ríkisstjórn DVB Sigurður Ingi hefur talað mikið fyrir ríkisstjórn með breiða skírskotun frá hægri til vinstri yfir miðjuna. Hann segir að rökréttast væri að mynda slíka stjórn með Framsókn, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki. „Það er einfaldast. Þetta eru þrír flokkar og stærstu flokkarnir á þingi í dag. Ég held að þessum flokkum myndi una að búa til þessa sátt, það er að segja alveg frá hægri til vinstri.“Myndi það ganga undir forystu Bjarna Benediktssonar? „Það er það sem við þurfum að vera að ræða núna. Ég var búin að segja það opinberlega áður að þegar við slitum þessu þá hvatti ég Katrínu að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn með í viðræðurnar.“Finnst þér heillavænlegra að Katrín leiði ríkisstjórn? „Núna þessa síðastliðnu tvo daga hafa menn verið að þreifa hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Hvað er líklegt, hvað ertu tilbúin að gera, hvaða hluti ertu tilbúinn að setja til hliðar? Ég held að þetta geti verið mjög sterk ríkisstjórn. Ég er sammála því hún þarf ásýndarbreytingu frá því sem verið hefur og hvernig finna menn hana? Það þarf bara að setjast yfir það og finna leiðina til þess.“Ekki sjálfsagt að sá sem fái umboðið fái forsætisráðuneytið Sigurður Ingi segist jafnframt ekki vera hrifinn af hugmyndinni um ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks Fólksins. „Hún myndi ekki hafa þessa breiðu skírskotun, ég er ekki viss um að hún myndi skapa mikinn frið eða sátt í samfélaginu,“ segir hann. „Við getum búið til einhverjar stjórnir en að okkar mati, að mínu mati, er forsendan að við sköpum þessa sátt og frið.“Hver ætti að fá umboðið? „Auðvitað myndi ég treysta mér til að taka við þessu kefli en það er ekki þar með sagt að sá sem væri með umboðið yrði forsætisráðherra.“Viðtalið við Sigurð Inga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00
Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00
Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“