Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember.
Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður.
Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015.
Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni.
Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls.
Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.
Landsliðshópurinn:
Brynjar Þór Björnsson, KR
Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket
Hlynur Bæringsson, Stjarnan
Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket
Kári Jónsson, Haukar
Kristófer Acox, KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Martin Hermannsson, Chalon-Reims
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Pavel Ermolinskij, KR
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason, Valencia
Jakob snýr aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
