Jakob snýr aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 09:30 Jakob Örn með Íslandi á EM 2015. vísir/valli Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember. Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015. Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni. Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls. Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.Landsliðshópurinn: Brynjar Þór Björnsson, KR Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket Hlynur Bæringsson, Stjarnan Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket Kári Jónsson, Haukar Kristófer Acox, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Chalon-Reims Ólafur Ólafsson, Grindavík Pavel Ermolinskij, KR Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason, Valencia Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember. Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015. Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni. Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls. Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.Landsliðshópurinn: Brynjar Þór Björnsson, KR Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket Hlynur Bæringsson, Stjarnan Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket Kári Jónsson, Haukar Kristófer Acox, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Chalon-Reims Ólafur Ólafsson, Grindavík Pavel Ermolinskij, KR Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason, Valencia
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira