Sigurður í bann fyrir „glórulausa dóminn“ en Japaninn í Val sleppur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 08:30 Sigurður Örn Þorsteinsson lætur finna fyrir sér í varnarleiknum. vísir/stefán Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram. Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00
Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30
Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45
Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30