Koenigsegg slær 5 heimsmet á einum degi Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 16:00 Koenigsegg Agera RS er fremur sprettharður bíll. Um síðustu helgi tókst Koenigsegg að bæta ein fimm heimsmet í einum degi á þráðbeinum þjóðvegi í Nevada. Í fyrsta lagi náði Koenigsegg Agera RS bíllinn þar 446,97 km hraða og er það hraðamet á meðal götulöglegra bíla. Þegar slíkt heimsmet er slegið þarf bíllinn á fara í báðar áttir og meðalhámarkshraði reiknaður. Þá bætti hann tímametið í því að ná 400 km hraða og stöðvast svo alveg. Náði Koenigsegg bíllinn því á 33,29 sekúndum, en metið átti Koenigsegg reyndar áður, eða 36,44 sekúndur. Þriðja metið var fólgið í því að halda mesta meðalhraða á eins kílómetra kafla, en hann reyndist 445,43 km/klst. Fjórða metið var eiginlega það sama og það þriðja, nema um var að ræða mestan meðalhraða á ekinni mílu og reyndist sá hraði vera 444,66 km/klst. Fimmta metið var svo fólgið í hæsta hraða sem náðst hefur á götulöglegum bíl, en alhæsti hraðinn sem náðist á Koenigsegg Agera RS bílnum var 457,49 km/klst. Sjá má sprettinn uppí 400 km hraða og bílnum hemlað eftir það á rétt rúmri hálfri mínútu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent
Um síðustu helgi tókst Koenigsegg að bæta ein fimm heimsmet í einum degi á þráðbeinum þjóðvegi í Nevada. Í fyrsta lagi náði Koenigsegg Agera RS bíllinn þar 446,97 km hraða og er það hraðamet á meðal götulöglegra bíla. Þegar slíkt heimsmet er slegið þarf bíllinn á fara í báðar áttir og meðalhámarkshraði reiknaður. Þá bætti hann tímametið í því að ná 400 km hraða og stöðvast svo alveg. Náði Koenigsegg bíllinn því á 33,29 sekúndum, en metið átti Koenigsegg reyndar áður, eða 36,44 sekúndur. Þriðja metið var fólgið í því að halda mesta meðalhraða á eins kílómetra kafla, en hann reyndist 445,43 km/klst. Fjórða metið var eiginlega það sama og það þriðja, nema um var að ræða mestan meðalhraða á ekinni mílu og reyndist sá hraði vera 444,66 km/klst. Fimmta metið var svo fólgið í hæsta hraða sem náðst hefur á götulöglegum bíl, en alhæsti hraðinn sem náðist á Koenigsegg Agera RS bílnum var 457,49 km/klst. Sjá má sprettinn uppí 400 km hraða og bílnum hemlað eftir það á rétt rúmri hálfri mínútu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent