Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Íranskar eldflaugar gnæfa yfir risavaxinni mynd af æðstaklerkinum Khamenei. Vísir/AFP Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira