Líkur á að börn hafi verið ættleidd ólöglega hingað til lands Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:00 Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn. Srí Lanka Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Áttatíu og fjögur börn voru ættleidd hingað til lands frá Srí Lanka á níunda áratugnum, en líkur eru á að ættleiðingarnar hafi í einhverjum tilfellum verið ólöglegar og gögn þeirra fölsuð. Í ljós hefur komið að umfangsmikil ólögleg ættleiðingarstarfsemi átti sér stað á Srí Lanka á þessum tíma. Ættleiðingar á Srí Lanka komust í heimsfréttirnar í lok september þegar flett var ofan af því í hollenskum sjónvarpsþætti að þar hefðu um margra ára skeið verið starfrækt þar svokölluð barnabýli, eða baby farms. Ljóst er að ólöglega var staðið að ættleiðingu allt að ellefu þúsund barna frá Srí Lanka til Evrópulanda á níunda áratugnum þar sem þriðju aðili hagnaðist á að selja þau og skjöl voru fölsuð. Í sjónvarpsþáttunum Leitinni að upprunanum, sem sýndir eru á Stöð 2, var sögð saga ungrar konu, Ásu Magnúsdótur, sem ættleidd var hingað til lands frá Srí Lanka árið 1985. Þegar farið var ofan í saumana á hennar máli kom í ljós að ekki væri allt með felldu og líklega væru ættleiðingargögnin sem foreldrar hennar fengu á sínum tíma fölsuð.Fóru til Srí Lanka í góðri trúKristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir fréttirnar af málinu hafa verið áfall. Bæði fyrir þá einstaklinga sem ættleiddir voru hingað til lands sem og foreldrana sem sóttu börnin til Srí Lanka í góðri trú. „Við grunum engan um græsku. Við teljum að þeir sem fóru út hafi gert það í góðri trú og það er eðlilegt að það séu gjöld tengd þessum málaflokki. Mæðurnar sem gáfu frá sér börnin, við trúum þær hafi gert það einnig í góðri trú en að það sé milliliðurinn sem hefur haft fé upp úr þessu,“ segir hann.Hafa leitað til dómsmálaráðuneytisins um aðstoðKristinn hefur óskað eftir aðstoð dómsmálaráðuneytisins um samskipti við yfirvöld á Srí Lanka. „Við höfum ákveðið að bjóða upp á þjónustu, sem sagt ráðgjöf til þessara einstaklinga sem voru ættleiddir og til fjölskyldu þeirra. Annars vegar hvað er hægt að gera við svona upplýsingar en svo erum við einnig að velta fyrir okkur rannsókninni á gögnum viðkomandi. Við höfum sett okkur í samband við dómsmálaráðuneytið og þau hafa sent út erindi til yfirvalda á Srí Lanka til að kanna hvernig verði staðið að rannsókn mála þar úti“.Takmarkaðar upplýsingar Vert er að taka fram að Íslensk ættleiðing hafði ekki formlega milligöngu um ættleiðingarnar á sínum tíma þar sem þá var um að ræða félagasamtök en ekki löggilt ættleiðingarfélag eins og raunin er í dag. Því eru takmarkaðar upplýsingar til um ættleiðingar frá þessum tíma og í sumum tilfellum erfitt að nálgast þá sem eiga hlut að máli.Hafa einhverjir haft samband við ykkur og verið brugðið við þessar fréttir? „Já. Við höfum fengið viðbrögð og erum byrjuð að taka fólk hér í ráðgjöf,“ segir Kristinn.
Srí Lanka Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira