Handbolti

Kristján framlengir við Svía

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján er hér að stýra sænska liðinu í Laugardalshöll á dögunum.
Kristján er hér að stýra sænska liðinu í Laugardalshöll á dögunum. vísir/eyþór
Sænska handknattleikssambandið hefur gert nýjan samning við landsliðsþjálfara karlalandsliðsins, Íslendinginn Kristján Andrésson.

Aðstoðarmaður Kristjáns, Martin Boquist, mun einnig aðstoða Kristján næstu þrjú árin.

Kristján tók við sænska landsliðinu fyrir HM í upphafi ársins. Undir hans stjórn blómstraði sænska liðið á HM og lenti í sjötta sæti.

Kristján er búinn að stýra sænska liðinu í 23 leikjum. Sextán þeirra hafa unnist, fimm hafa tapast og tvisvar hefur liðið gert jafntefli.

Samningur þeirra félaga við sænska sambandið nær fram yfir ÓL í Tókýó árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×