„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 11:12 Í raun hefur ekkert verið útilokað varðandi stjórnarmyndun, þar með talið þriggja flokka ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en ýmsir vilja meina að það yrði erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, að taka þátt í slíkri stjórn. vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00
Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45