Viðskipti innlent

WOW hefur flug til JFK í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Manhattan í New York.
Manhattan í New York. Vísir/Getty
WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl næstkomandi og mun því fljúga til tveggja flugvalla í bandarísku stórborginni.

Í tilkynningu frá WOW segir að þangað verði flogið daglega næsta sumar og hófst sala á flugsætum í morgun. Þá verði áætlunarferðum á Newark flugvöll fjölgað úr sjö í þrettán. Flugfélagið mun því fljúga tuttugu sinnum á viku á milli Íslands og New York sumarið 2018.

Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að flug WOW til New York hafi gengið mjög vel. „Með því að bæta JFK flugvelli við svo og að nánast tvöfalda tíðnina á Newark flugvöll erum við að stórauka framboð okkar sem mun styrkja leiðarkerfið okkar enn frekar.  Einnig höfum við fundið fyrir mun meiri viðskiptafarþegum undanfarið og aukin tíðni er liður í að þjónusta þeirra þarfir enn betur,“ segir Skúli.

Auk New York býður WOW air upp á flug til þrettán borga í Norður-Ameríku; Boston, Washington D.C.,  Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Los Angeles, Miami, Montréal, Pittsburgh, San Francisco, St. Louis og Toronto.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×