Árbæjarskóli og Langholtsskóli komust áfram í úrslit Skrekks á fyrsta undanúrslitakvöldinu. Anton Bjarni
Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. 220 ungmenni stigu á svið og sýndu hæfileika sína í frumsömdum atriðum. Árbæjarskóli og Langholtsskóli komust áfram á úrslitakvöldið sem fer fram eftir viku, mánudaginn 13. nóvember.
Aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt í Skrekk.Anton BjarniNíu grunnskólar tóku þátt í kvöld en það voru Vogaskóli, Landakotsskóli, Fellaskóli, Seljaskóli, Langholtsskóli, Klébergsskóli, Austurbæjarskóli, Vættaskóli og Árbæjarskóli. Alls taka 26 unglingaskólar þátt í ár en það eru fleiri skólar en nokkru sinni áður. Seinni undanúrslitakvöldin fara fram þriðjudag og miðvikudag í þessari viku.