Margrét hætti með snuð og fékk hjálp frá forsetanum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 19:30 Eliza, Margrét og Guðni á þessum merkisdegi. Mynd / Úr einkasafni „Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin. Forseti Íslands Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Þau fóru í lestina eins og þau gera alltaf og lögðu svo leið sína að duddutrénu, sem eru reyndar hreindýrahorn. Þau voru bara tvö þannig að afinn sneri sér að næsta manni til að spyrja hvort hann væri til í að taka mynd og þá var það enginn annar en forsetinn. Mjög viðeigandi að hann væri þarna staddur við þessa miklu athöfn,“ segir dansarinn Kara Hergils. Dóttir hennar, Margrét Hergils Owensdóttir, fór með afa sínum, Valdimar Jóhannessyni, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn síðustu helgi til að færa garðinum snuðið sitt. Er þetta táknræn athöfn sem margir foreldrar kannast við og gera mörg börn þetta á ári hverju til að marka þau tímamót að hætta að nota snuð. Að segja skilið við dagana sem lítið barn og ganga í raðir stærri krakka. Það sem gerði þessa stund enn tilkomumeiri var að forsetahjónin, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru í garðinum á sama tíma með börnum sínum. „Fyrir henni var þetta bara ósköp indæll karl,” segir Kara, aðspurð um hvernig Margréti hafi litist á forseta vor. „Henni fannst þó mjög sniðugt að Guðni og Eliza töluðu bæði íslensku og ensku, enda er hún Margrét tvítyngd þar sem pabbi hennar er frá Bandaríkjunum,“ bætir Kara við.Margrét með afanum við duddutréð. Myndina tók sjálfur forseti Íslands.Mynd / Úr einkasafniAð sættast á duddulausa tilveru En gerði Margrét sér grein fyrir því að forseti Íslands tæki þátt í þessari mikilvægu stund? „Nei, hún fattaði það ekki, enda tiltölulega nýorðin þriggja ára. En við erum búin að ræða þetta mikið síðan, þannig að henni þykir þetta allt saman mjög merkilegt núna,“ segir Kara glöð í bragði. Aðskilnaðurinn við snuðið var búinn að vera í bígerð í dágóðan tíma að sögn Köru, enda átaknleg tímamót í lífi hvers barns. „Afi hennar, pabbi minn, hefur farið með mörg barnabörn sín á þennan stað og gert þetta að athöfn fyrir þau þegar þau eru tilbúin að hætta með duddu. Hún og afi hennar voru búin að ræða þetta í nokkra mánuði og hann sagði alltaf að hann skildi fara með henni þegar að hún væri tilbúin. Hún bað mig svo um að hringja í hann á laugardaginn síðasta og þá tilkynnti hún honum að nú væri hún tilbúin. Afinn lagði strax af stað til að sækja hana. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi hringja út af þessu,“ segir Kara hlæjandi. Margréti gekk afar vel að gefa Fjölskyldu- og húsdýragarðinum snuðið sitt og auðvitað sakaði ekki að forseti Íslands veitti henni stuðning í verki. „Henni þótti þetta ekkert mál, frekar mikið sport að skilja þarna dudduna eftir,“ segir móðir Margrétar. En hvað með framhaldið, er mikill snuðsöknuður að hrjá þessa þriggja ára hnátu? „Það var smá sjokk um kvöldið þegar hún átti að fara að sofa að vita til þess að duddan hafði orðið eftir, en hún er hægt og rólega að sættast á duddulausa tilveru,“ segir Kara kímin.
Forseti Íslands Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira