Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:44 Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar í dag. Vísir/Ernir Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30