Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 17:36 Katrín ræddi við fjölmiðla eftir fundinn með forsetanum. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52
Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45